Stefna og hugmyndfræði leikskólans                                                                           

Leikskólinn Dalur leggur megináherslu á gæði í samskiptum til að tryggja öryggi og vellíðan barna í leikskólanum sem fylgir þeim út í lífið.

Samskipti eru grundvallarþáttur í öllu starfi leikskólans en daglega fara fram margvísleg samskipti milli ýmissa aðila s.s barna, foreldra og kennara.

Lögð er áhersla á að vandað sé til þeirra samskipta sem fram fara innan leikskólans. Með umgengni við aðra læra börn undirstöðuatriði í samskiptum, þroska félagslega færni sína og sjálfsmynd. Leikskólinn er hluti af lífi flestra barna í dag en þar er þeim tryggt öryggi, fagleg umönnum og nám við sitt hæfi. 

Uppeldisstefna og hugmyndafræði Dals byggir á kenningum Johns Dewey "learning by doing", kenningu um samskipti barna og fullorðinna eftir Berit Bae og Uppeldisfræði dauðu músarinnar.