Hagnýtar upplýsingar.

Þessi síða er í vinnslu.

Upplýsingatöflur

Við deildar eru upplýsingartöflur og eru foreldrar hvattir til að fylgjast vel með þeim. Foreldrar geta nýtt sér töflur í fataherbergi ef þörf er á.

Lísa

Lísa er app fyrir foreldra sem eru með börn í leikskóla og leikskólinn notar leikskólakerfi sem heitir Vala. Með Lísu appinu geta foreldrar á einfaldan og þægilegan máta átt samskipti við leikskólann um eiginlega allt sem varðar vistun barnsins. Í Lísu appinu má finna upplýsingar um matseðla, viðburði, fréttir, viðveru og margt fleira. Einfalt er að tilkynna forföll og senda leikskólanum skilaboð. Einnig er hægt að skoða myndir úr leikskólastarfinu en þá þurfa foreldrar að vera með rafræn skilríki en það er gert til þess að auka öryggi. Lísu appið er frítt fyrir foreldra. Foreldrar eru beðnir um að skrá viðveru barna sinna í Völu (Ipadar inn á hverji deild) þegar þeir koma í leikskólann og það sama gildir þegar þeir sækja.

Heimasíða - tölvupóstur

Sendur er reglulega út tölvupóstur með upplýsingum um einstaka atburði sem eiga sér stað innan leikskólans sem og orðsendingar sem þarft er að koma til foreldra. Á heimsíðu leikskólans má finna fréttir, matseðla, myndir og annað skemmtilegt. 

Breytt netfang og breytingar á högum.

Foreldrum er skylt að tilkynna breytingar á högum barnsins s.s. breytt heimilisfang, símanúmer eða netfang. Tilkynna þarf lok/byrjun náms (ef foreldrar eru í námi) og breytta hjúskapastöðu. Mikilvægt er að foreldrar láti deildarstjóra vita um alvarleg veikindi eða dauðsfall í fjölskyldu barnsins.

Fjarvistir barna 

Vinsamlega tilkynnið ef barn er fjarverandi t.d. vegna veikinda eða fría. Þetta er hægt að gera í foreldra appinu sem heitir Lísa.