Fjölskyldan og leikskólinn

Í leikskólanum er lögð áhersla á að samstarf heimilis og skóla byggi á gagnkvæmum skilningi og virðingu fyrir viðhorfum og þekkingu hvors annars. Samstarf þetta byggir á þeirri forsendu að foreldrar bera meginábyrgð á uppeldi barna sinna. Mikilvægt er að þessir aðilar geti treyst hvor öðrum, deilt sjónarmiðum sínum og tekið sameiginlegar ákvarðanir er varða börnin. 

Dagleg samskipti og upplýsingastreymi eru mikilvægir þættir til að stuðla að jákvæðu og traustu sambandi milli foreldra og leikakóla. Foreldrar eru ævinlega velkomnir í leikskólann og geta tekið þátt í daglegu starfi sem og ýmsum viðburðum.

Lögð er áhersla á:

  • að rækta jákvæða samvinnu og samskipti leikskólans og heimilanna
  • að veita foreldrum upplýsingar um starfsemi skólans
  • að stuðla að þátttöku foreldra í starf skólans  

Trúnaður  -  tilkynningarskylda

Leikskólinn Dalur leggur áherslu á að fullur trúnaður ríki um allar upplýsingar er varða börnin og foreldra þeirra. Starfsmenn skólans undirrita sérstakt þagnarheit sem helst þó látið sé af starfi og er skylt að gæta þagmælsku um atrið er þeir fá vitneskju um í starfi sínu. Ef talið er að líkamlegum/andlegum þörfum barns sé ekki sinnt ber að tilkynna það barnaverndaryfirvöldum Kópavogsbæjar, sbr. 13.gr. laga um málefni barna og ungmenna.

Hér til hliðar má finna upplýsingar fyrir foreldra sem og ýmisleg hagnýt atriði sem snúa að skólastarfinu