Leikskólastarf

Leikskólastarf byggist á lögum um leikskóla nr. 90/2008 þar sem lögð er áhersla á gildi leiksins. Námssvið leikskólans eru: Læsi og samskipti, heilbrigði og vellíðan, sjálfbærni og vísindi, sköpun og menning. Þessi námssvið eiga að vera hluti af leik barna og vera samþætt daglegu skólastarfi. Jafnframt eiga þau að vera skipulögð í samvinnu starfsfólks, foreldra og barna. Námssviðin eiga að stuðla að sjálfstæði og frumkvæði, hvetja til samvinnu og samstarfs sem og vekja forvitni og hvetja til rannsókna og kannana. Samhliða þessu að efla áhuga barna á námi og hvetja þau til að læra og auka þekkingu sína, leikni og hæfni (Aðalnámskrá leikskóla, 2011).

Leikur og nám

Leikurinn er hornsteinn leikskólastarfsins og kennsluaðferð kennarans, meginnámsleið barna og gleðigjafi og veitir vellíðan. Leikurinn í allri sinni fjölbreytni er kjarninn í uppeldisstarfi allra leikskóla. Í bernsku er leikurinn. það að leika sér, það sama og að læra að afæa sér þekkingar. Í frjálsum leik er barnið að skapa leikinn úr eigin hugarheimi, það tekur ákvarðanir á eigin forsendum og lærir að leita lausna. Sköðunarþörf, virkni og hugmyndaflug barna birtist í leikjum þeirra. Kennarar þekkja leik barna, þeir virða og hlúa að honum, gefa honum rými og skipuleggja leikumhverfið. Í leik taka börn þátt í lýðræðislegum athöfum þegar þau setja fram eigin hugmyndir og virða sjónarmið annarra. Börn læra í gegnum leik og daglegt starf innan dyra sem utan. Þau læra í samvinnu við önnur börn og þegar þau fá stuðning og hvatningu frá hinum fullorðnu.

Lýðræði og jafnrétti í leikskólastarfi

Leikskóli er vettvangur þar sem leggja á áherslu á gildi og starfshætti sem renna stoðum undir lýðræðislegt samfélag. Í daglegu starfi leikskóla er lögð áhersla á að börn beri virðingu og umhyggju fyrir öðru fólki, þrói með sér samkennd, tillitssemi, umburðarlyndi og vináttu.

Læsi og samskipti

Læsi í leikskóla felur í sér þekkingu, leikni og hæfni barna til að lesa í umhverfi sitt og tjá upplifun sína, tilfinningar og skoðanir á fjölbreyttan hátt.
Í leikskóla ber að skapa aðstæður svo börn fái ríkuleg tækifæri til að:

  • eiga jákvæð og uppbyggileg samskipti í barnahópnum
  • endurskapa upplifun sína og reynslu í leik og skapandi starfi
  • tjá sig með fjölbreyttum hætti og með ólíkum efniviði
  • kynnast tungumálinu og möguleikum þess
  • njóta þess að hlutsta á og semja sögur, ljóð, þulur og ævintýri
  • þróa læsi í víðum skilningi
  • öðlast skilning á að ritað mál og tákn hafi merkingu
  • deila skoðunum sínum og hugmyndum
  • nýta ólíkar leiðir og margvíslega tækni til að n´lagast upplýsingar og setja fram hugmyndir sínar
  • velta vöngum yfir eigin samfélagi og menningu og menningu annarra þjóða

Dalur, Læsi og samskipti

Heilbrigði og vellíðan

Í leikskóla er lögð áhersla á að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Rannsóknir sýna að mataræði og næringarástand barna ásamt hreyfingu hefur áhrif á heilsu þeirra, þroska, vöxt og alhliða líðan. Leikskólar Kópavogs hafa sett sér næringarstefnu og leggja ríka áherslu á að bjóða upp á heilsusamlegt fæði og fylgja faglega viðurkenndum ráðleggingum um næringu barna. Mikilvægt er að hjálpa börnum að temja sér heilbrigðar martarvenjur til framtíðar. Daglegar athafnir í leikskóla stuðla að líkamlegri og andlegri vellíðan barna og góðri heilsu og hefur það áhrif á sjálfsmynd þess. Hægt er að finna stefnu Kópavogs varðandi lýðheilsu (Opnast í nýjum vafraglugga) á heimasíðu Kópavogs. 

Dalur, Heilbrigði og vellíðan

Sjálfbærni og vísindi

Markmið sjálfbærni er að börn og kennarar geri sér grein fyrir því að þau vistspor sem sérhver einstaklingur skilur eftir sig skiptir máli, í nútíð og um alla framtíð. Lýðheilsa, þar sem hver einstklingur ber ábyrgð á sjálfum sér og sinni heilsu, er hluti af sjáflbærni. Mikilvægt er að kenna börnunum að ber virðingu fyrir umhverfi sínu og náttúru og skapa þeim tækifæri til að upplifa og njóta. Börn beita ýmsum aðferðum við að kanna og skilja umhverfi sitt. Kennurum ber að ýta undir forvitni, ígrundum og vangaveltur barna og hvetja þau til að spyrja spurninga og leita mismunandi lausna. 

Dalur, Sjálfbærni og vísindi

Sköpun og menning

Barnamenning er samofin öllu starfi leikskóla og tengist leik barna, lýðræði, skapandi starfi og þjóðmenningu. Sköpun í leikskóla á fyrst og fremst að beinast að sköpunarferlinu, gleðinni, tjáningunni, könnuninni og náminu sem á sér stað þegar hugmyndir, tilfinningar og ímyndun fær að njóta sín. Allt skipulag og búnaður í leikskólaum á að stuðla að því að vekja forvitni barnsins, frumkvæði, virkni, áhuga, gleði og efla sjálfstæði þess. Hlutverk kennara er að velja leiðir sem hvetja til sjálfstæðra vinnubragða og skapandi hugsunar og gera börnunum kleift að nálgast efnið frá mörgum hliðum. Börnin fá tækifæri til að skynja umhverfi sitt, vinna með fjölbreyttan efnivið og öðlast margháttaða reynslu.

Hefðir og hátíðir

Hefðir eru ákveðin menning og tengsl við sögu okkar og fortíð.
     Í leikskólanum kynnist barnið ýmsu í menningu samfélagsins, sögu okkar og fortíð. Með tímanum hafa myndast ákveðnar hefðir í leikskólanum sem eru mikilvægur hluti af menningu hans. Hefðir og hátíðir.pdf

Dalur, Sköpun og menning