Sérkennsla 

Markmiðið með sérkennslu í leikskóla er að tryggja að börn sem á einhvern hátt búa við þroskahömlun eða skerðingu fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda til að þau geti nýtt sér leikskóladvölina á sem bestan hátt.

Ýr Harris er sérkennslustjóri Dals og netfangið hennar er: harris@kopavogur.is

Leiðir í sérkennslu

Ef grunur leikur á að barn þarfnist sérkennslu er fylgst sérstaklega með því og í framhaldi af því eru gerðar ráðstafanir í samráði við foreldra, Sérkennslustjóri gerir athugun á barni og ákveður í samráði við deildastjóra og foreldra hvert sé næsta skref. Ef barn þarfnast nánari athugunar er það í umsjón sérkennslustjóra og deildastjóra að óska þess að fá aðstoð frá utanaðkomandi sérfræðingum s.s sálfræðing, iðjuþjálfa eða talmeinafræðing.

Tákn með tali

Tákn með tali (TMT) er tjáningarform, ætlað heyrandi einstaklingum sem eiga við mál- og talörðugleika að stríða. Það er byggt á látbragði, svipbrigðum, táknum og tali. Í TMT eru táknin alltaf notuð samhliða töluðu máli og aðeins lykilorð hverrar setningar, eitt eða fleiri, táknuð. TMT er leið til tjáskipta jafnframt því sem hún örvar málvitund og málskilning barna.

Hægt er að skoða heimasíðu TMT og kynna sér tákn með tali: Tákn með tali