Íslensku málhljóðin

Lubbi er íslenskur fjárhundur sem langar til að læra að tala en þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Það sem hundum finnst best er að naga bein og er Lubbi engin undantekning. Þess vegna líta málhljóðin út eins og bein sem Lubbi nagar og lærir þannig smátt og smátt að tala. Hann þarf hins vegar góða aðstoð við að læra málhljóðin og ætla krakkarnir að aðstoða hann með söng og ýmsum öðrum æfingum. Á mánudögum er nýtt hljóð tekið fyrir og það er Lubba-söngstund í hádeginu á öllum deildum þar sem nýtt hljóð og lag er kynnt. Lubbastundir eru einu sinni í viku og eru þær aldurskiptar. Lubbi á heimasíðu og þar er hægt að fá alls konar upplýsingar. Allur kennarahópurinn er búin að fara á Lubbanámskeið.

Markmið með Lubbastundum

Í bókinni Lubbi finnur málbein ferðast Lubbi vítt og breitt um Ísland í leit að málbeinum. Hvert hljóð er táknað með há- og lág bókstöfum og hvert málhljóð tekið fyrir á síðu eða opnu. Hverju málhljóði fylgir ákveðið lag og einnig stutt saga þar sem er sérstök áhersla á hvert hljóð fyrir sig. Í sögunum má finna hljóðið fremst í orði, inni í orði eð aftast í orði. Sögurnar geyma fjölbreyttan orðaforða og hvetja til auðugs málfars. Hvert málhljóð á ákveðið tákn og er oft á tíðum stuðst við tákn með tali. Grunnur er lagður að umskráningu: hljóð - stafur - orð 


Lubbastundir í Dal

Á mánudögum er Lubbasöngstund á öllum deildum og þá er hljóð vikunnar kynnt og eitt orð tengt hljóðinu.

Dæmi: Hljóð vikunnar er: n og orð vikunnar er: notalegur

Lubbastund er einu sinni í viku fyrir þrjá elstu árgangana og eru verkefnin aldurskipt.

Inn á yngri deildum er hlustað á Lubbalag vikunnar og hljóðið kynnt.

Á föstudögum er söngstund í sal og þá er Lubbalag- haustönn og Lubbalög - vorönn vikunnar sungið og lag frá síðustu viku.

Læsi er grunnur að öllu námi barna og því er mikilvægt að börn fái góðan stuðning og tækifæri til að læra málið og samskipti frá upphafi bæði HEIMA og í leikskólanum.