Lubbi finnur málbein

Lubbi er íslenskur fjárhundur sem langar til að læra að tala en þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Það sem hundum finnst best er að naga bein og er Lubbi engin undantekning. Þess vegna líta málhljóðin út eins og bein sem Lubbi nagar og lærir þannig smátt og smátt að tala. Hann þarf hins vegar góða aðstoð við að læra málhljóðin og ætla krakkarnir að aðstoða hann með söng og ýmsum öðrum æfingum. Lubbastundir eru einu sinni í viku og eru þær aldurskiptar. Lubbi á heimasíðu og þar er hægt að fá alls konar upplýsingar. 

Markmið með Lubbastundum

Í bókinni Lubbi finnur málbein ferðast Lubbi vítt og breitt um Ísland í leit að málbeinum. Hvert hljóð er táknað með há- og lág bókstöfum og hvert málhljóð tekið fyrir á síðu eða opnu. Hverju málhljóði fylgir ákveðið lag og einnig stutt saga þar sem er sérstök áhersla á hvert hljóð fyrir sig. Í sögunum má finna hljóðið fremst í orði, inni í orði eð aftast í orði. Sögurnar geyma fjölbreyttan orðaforða og hvetja til auðugs málfars. Hvert málhljóð á ákveðið tákn og er oft á tíðum stuðst við tákn með tali. Grunnur er lagður að umskráningu: hljóð - stafur - orð