Þróunarverkefni "Leikum, lærum og lifum".

 Undirritun samstarfssamnings um rannsóknarverkefni í leikskólum
Jóhanna Einarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna við Háskóla Íslands (RannUng), og bæjarstjórar í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi  undirrituðu þann 25. janúar samstarfssamning um rannsóknarverkefni í leikskólum. Markmið samstarfsins er að auka þekkingu á leikskólastarfi í sveitarfélögunum og stuðla að auknum gæðum í leikskólastarfi. Um er að ræða samning til þriggja ára.

Fyrsta rannsóknin sem aðilar taka höndum saman um að vinna er um tengsl leiks við námssvið aðalnámskrár leikskóla frá 2011. Markmið rannsóknarinnar er að vinna með tengsl leiks og náms í leikskólum. Jafnframt verður skoðað hvernig leikskólakennarar, umhverfið og barnahópurinn styðja við leik barna og nám. Gengið verður út frá víxlverkun leiks og náms, þar sem leikurinn styður við nám og nám styður við leik. 

Við í Dal vorum svo heppin að vera valin og okkar verkefni er "lýðræði í leik og námi barna". Rauða lind ætlar að vera í forystunni í þessu verkefni ásamt Sonju aðstoðarskólastjóra. 

Lýðræðisverkefnið okkar

Hérna má finna fyrirlesturinn sem við fluttum niðri HÍ. 

Nokkur verkefni sem búið er að gera inn á Rauðu lind  - Lýðræði í leik og nám barna. Smá  fréttir af þróunarverkefninu okkar.

Þróunarverkefni "Leikum. lærum og lifum".