Veikindareglur Dals
Innivera kemur ekki í veg fyrir veikindi. Ekki er hægt að taka við veikum börnum í leikskólanum. Barn smitar mest þegar það er að veikjast. Ef barn veikist í leikskólanum, er foreldrum gert viðvart og hlúð er að barninu þar til foreldrar sækja það. Barn á að vera hitalaus heima hjà sér í a.m.k. 1 dag áður en það kemur aftur í skólann. Þegar barnið kemur aftur í leikskólann eftir veikindi á það að vera tilbúið að taka þátt í öllu skólastarfi jafnt úti sem inni.
Hægt er að koma til móts við alla með því að barn fari síðast út og komi fyrst inn. Ef barn er oft veikt og er mikið frá getur það í undartekningartilvikum fengið að vera inni í 1-2 daga. Með undantekningartilvikum er átt við langvarandi eða síendurtekin veikindi. Ræða skal við deildarstjóra í hverju tilviki fyrir sig. Ekki eru gefin lyf í leikskólanum nema tilkomi vottorð frá lækni um að lyfjagjöf sé nauðsynleg þann tíma sem barnið er í skólanum.
Hér má finna yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna