Móttökuáætlun Dals fyrir nýja foreldra 

Leikskólastjóri sendir bréf á öll börn sem hafa fengið leikskólapláss og foreldra þeirra. Í bréfinu eru þau boðin velkomin í leikskólann og foreldrar eru boðaðir á fund. Á þeim fundi er leikskólinn kynntur, foreldrar hitta deildarstjóra og skoða deildina sem barnið þeirra fer á.

Meðfylgjandi í bréfinu er bæklingur leikskólans og eru foreldrar beðnir um að kynna sér hann.

Einnig eru meðfylgjandi eyðublöð sem óskað er eftir að foreldrar komi með útfyllt á fundinn.

  • Dvalarsamningur um dvöl barnsins í leikskólanum
  • Samþykki vegna myndatökur
  • Upplýsingar um barnið og væntingar þess í leikskólanum
  • Almennar upplýsingar um málþroska barnsins

Þessi eyðublöð má finna inn á heimasíðu Dals undir foreldrar – eyðublöð fyrir foreldra.

Dalur styðst við þátttökuaðlögun og foreldrar fá upplýsingar um hvenær aðlögun hefst um miðjan júní.