Nokkur hagnýt atriði sem þarf að huga að þegar leikskólaganga hefst.

 

Að byrja í leikskóla er stórt skref og ný reynsla bæði fyrir foreldra sem og barn. Mikilvægt er að góð samvinna og gagnkvæmur trúnaður ríki milli foreldra og kennara því það er forsenda þess að leikskóladvölin verði barninu árangursrík.

 Á meðan aðlögun stendur er mikilvægt að barnið fái að skoða sig um og kynnast deildinni og jafnframt að foreldrar kynnist starfinu sem þar fer fram og kennurum skólans.

Þátttökuaðlögun er á yngri deildum en það þýðir að foreldrar eru með börnunum sínum í þrjá daga og á fjórða degi kveðja foreldrar og er yfirleitt aðlögun lokið þá. Hins vegar ber að hafa í huga að það er einstaklingsbundið hve langan tíma aðlögun tekur.

Þátttökuaðlögun felur í sér að foreldrar eru inn á deild með sínum börnum allan tímann (nema þegar þau eru sofnuð). Foreldrar sinna sínum börnum, skipta á þeim, gefa þeim að borða, fara út og eru til staðar.