Þróunarverkefni "Leikum, lærum og lifum".
Undirritun samstarfssamnings um rannsóknarverkefni í leikskólum
Jóhanna Einarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna við Háskóla Íslands (RannUng), og bæjarstjórar í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi undirrituðu þann 25. janúar samstarfssamning um rannsóknarverkefni í leikskólum. Markmið samstarfsins er að auka þekkingu á leikskólastarfi í sveitarfélögunum og stuðla að auknum gæðum í leikskólastarfi.
Markmið rannsóknarinnar er að vinna með tengsl leiks og náms í leikskólum. Við í Dal vorum svo heppin að vera valin og okkar verkefni er "lýðræði í leik og námi barna". Rauða lind ætlar að vera í forystunni í þessu verkefni ásamt Sonju aðstoðarskólastjóra.
Lýðræðisverkefnið okkar
Hérna má finna fyrirlesturinn sem við fluttum niðri HÍ.
Nokkur verkefni sem búið er að gera inn á Rauðu lind - Lýðræði í leik og nám barna. Smá fréttir af þróunarverkefninu okkar.
Þróunarverkefni "Leikum. lærum og lifum".
Þróunarverkefnið "læsi er meira en stafastaut" var unnið skólaárið 2017-2018 í öllum leikskólum Kópavogs. Samhliða þessu þróunarverkefni var unnin læsisstefna Dals.