Skólanámskrá og starfsáætlun
Leikskólinn Dalur vinnur eftir Aðalnámskrá leikskóla og lögum um leikskóla nr. 90/2008 en samkvæmt þeim skal hver leikskóli móta sín eign skólanámskrá sem er aðgengileg öllum er koma með einhverjum hætti að leikskólastarfinu. Jafnfram vinnur Dalur eftir stefnu Kópavogsbæjar um leikskóla.
Í aðalnámskrá leikskóla er lög áhersla á lýðræði og jafnrétti og litið svo á að börnin séu fullgildir þátttakendur í samfélagi leikskólans. Leikurinn er hornsteinn leikskólastarfsins og kennsluaðferð kennarans og jafnframt meginnámsleið barna og gleðigjafi. Námssvið leikskólans eru: læsi og samskipti, heilbrigði og vellíðan, sjálfbærni og vísindi, sköpun og menning.
Skólanámskrá Dals var endurútgefin árið 2018 en grundvöllur leikskólastarfsins er byggður á kenningum John Dewey „learning by doing" og Uppeldisfræði dauðu músarinnar.
Starfsáætlun Dals 2023-2024.docx er gerð á hverju skólaári en hún felur í sér áherslur í skólastarfinu, markmið og leiðir, matsaðferðir skólans og umbætur fyrir næsta ár svo eitthvað sé nefnt. Allir kennarar og starfsmenn koma að þessari starfsáætlun sem og foreldraráð.
Skóladagatal 2023 - 2024 -Dals er gefið út á hverju hausti en þar má finna helstu viðburði í skólastarfinu.
Skólaárið 2016-2017 var þróunarverkefnið, Læsi er meira en stafastaut, unnið í öllum leikskólum Kópavogsbæjar. Samhliða þessu þróunarverkefni var unnin læsisstefna Dals.