Málþroski

Tungumálið er eitt mikilvægasta tæki manna til boðskipta en með því tjá þeir hugsanir sínar, tilfinningar, skoðanir og fyrirætlanir. í frumbernsku og á leikskólaaldri er lagður grundvöllur að málþroska barnsins. Segja má að málörvun gangi eins og rauður þráður í gegnum allt leikskólastarfið. Mikilvægt er að mál og málörvun greinist ekki frá öðrum uppeldisþáttum og að barn hafi góða málfyrirmyndir.

Lögð er áhersla á:

  • að börnin læri að tala vandað íslenskt mál
  • að auka orðaforða og framsögn
  • að börnin tjái hugsanir sínar og tilfinningar
  • að vel sé vandað til vals á bókum

Málörvun

Flest börn læra það mál sem fyrir þeim er haft með því að hlusta á talað mál í  umhverfinu. Sum börn eru mjög fljót að læra tungumálið en hjá öðrum tekur það lengri tíma. Málörvun á alltaf að miða við það málþroskastig sem barnið er á. Ef barn er með fráviki í málþroska þarf að huga að markvissari málörvun. Hún felst fyrst og framst í því að velja með skipulögum hætti þá þætti sem leggja skal á áherslu á og endurskoða þjálfunaráætlunina reglulega.

  • Sjálftal -Talið um það sem verið er að gera hverju sinni, um athafnir, líðan, um það sem þið sjáið, heyrið o.s.frv. T.d. ,,Nú ætla ég að leggja á borð. Hérna eru diskarnir.”
  • Samhliða tal -Talið um það sem barnið er að gera hverju sinni, það sem það sér, heyrir eða finnur. Ef barnið er að klæða sig er gott að tala um að nú farið það í úlpuna, skóna eða stígvélin o.s.frv.
  • Gefið fyrirmyndir - Gefið barninu fyrirmyndir að setningum, segið sömu setninguna aftur og aftur. Til dæmis þegar barnið er að leika sér með kubba segið þá; nú setur þú kubbinn upp á, oní, á bak við o.s.frv.
  • Endurtakið leiðrétt - Endurtakið leiðrétt það sem barnið segir. T.d. ef barnið segir; fala lóla þá segið þið; fara að róla. Endurtakið leiðrétt og bætið við t.d. ef barnið segir; meira mok segið þá; meiri mjólk. Viltu meiri mjólk.