Lubbastundir í Dal
Á mánudögum er Lubbasöngstund á öllum deildum og þá er hljóð vikunnar kynnt og eitt orð tengt hljóðinu.
Dæmi: Hljóð vikunnar er: N n og orð vikunnar er: notalegur
Lubbastund er einu sinni í viku og eru verkefnin aldurskipt.
Á föstudögum er söngstund í sal og þá er Lubbalag- haustönn og Lubbalög - vorönn vikunnar sungið og lag frá síðustu viku.
Læsi er grunnur að öllu námi barna og því er mikilvægt að börn fái góðan stuðning og tækifæri til að læra málið og samskipti frá upphafi bæði HEIMA og í leikskólanum.