Dagur leikskólans

Dagur leikskólans var haldinn föstudaginn 5.febrúar og var ýmislegt brallað hér í Dal.
Í venjulegu árferði hefðum við haft afa og ömmur hér hjá okkur í morgunkaffi og síðdegiskaffi en þar sem það var ekki möguleiki, var ákveðið að brjóta upp dagskrána.
Á Rauðu lind var meðal annars gert verkefni sem þau tóku með heim fyrir afa og ömmu
Á Gulu lind voru meðal annars gerðar myndir af leikskólanum Dal
Öll börnin á eldri deildum teiknuðu einnig mynd og svöruðu spurningum um leikskólastarfið. Myndirnar voru síðan hengdar í gluggana til að hægt væri að sjá þar utanfrá.
Á Grænu og Bláu lind var opnað var á milli deildanna og máttu börnin fara og leika sér þar sem þau vildu og með það leikefni sem þau vildu, Á einu svæði var boðið uppá bíó og saltstangir.

Eldri deildar keyptu sér bíómiða og popp hjá leikskólastjóra og þurftu að borga fyrir hann með leikfangapening.
Þau fóru svo í salnn og fundu sætin sín sem voru númeruð ( númerið var á bíómiðanum).
Elstu börnin höfðu pantað pizzu í matinn sem allir gæddu sér á í hádeginu.

Frábær dagur í alla staði.