Ytra mat frá Menntamálastofnun

Fulltrúar frá Menntamálastofnun framkvæma matið og dvelja þrjá daga í skólanum. Markmið matsins er að tryggja að starfsemi okkar sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerðir og aðalnámskrá. Að tryggja að réttindi nemenda séu virt og að veita upplýsingar um skólastarfið, auka gæði þess og stuðla að umbótum. Gagnasöfnun fer fram í gegnum þrjár stoðir, viðtöl og rýnihópa, vettvangsathuganir og skjalaskoðun. Helstu matsþættir eru þessir, leikskólinn og umhverfi hans, leikskólastjórnun, uppeldis og menntastarf, skólabragur og samskipti, foreldrasamstarf og ytri tengsl, innra mat, sérfræðiþjónusta og sérkennsla. Við munum fá niðurstöður úr matinu eftir u.þ.b. tvo mánuði og bíðum við spennt eftir niðurstöðum því að markmiðið með þessu er að gera skólann okkar enn betri.