Velkomin eftir sumarfrí

Velkomin aftur eftir sumarfrí. Við byrjum á rólegu nótunum en þó með breyttu sniði. Vegna Covid 19 munum við taka á móti börnum á morgnana og skila þeim út í lok dags. Við höfum í hávegu 2 metra regluna og foreldrar hafa skerta aðkomu að leikskólanum. Aðlögun nýrra barna verður með breyttu sniði þar sem verða færri börn í einu og foreldrar beðnir um að vera með grímur meðan á aðlögun stendur. Þrátt fyrir þetta breytta snið munum við vanda okkur við móttöku allra barna og halda áfram okkar góða starfi.