Gleðilegt ár

Gleðilegt ár kæru nemendur og foreldrar, vonandi eru allir búnir að hafa það mjög gott um jólin. Við byrjum árið hægt og rólega enda ekki hægt annað eftir svona gott frí. Á morgun er þréttándinn og þá ætlum við að hafa söngstund í salnum og kveðja jólin með stæl. Við minnum svo á að það er skipulagsdagur mánudaginn 26.janúar n.k og þá er skólinn lokaður.