Fjör í salnum

Einmannaleikinn er eins manns hljómsveit sem spilar á fleiri en eitt hljóðfæri í einu. Einmannaleikinn er Róbert Hólm Gunnarsson, sem hefur unnið á leikskóla í 13 ár og finnst ekkert skemmtilegra en að halda söngstundir með börnum á öllum aldri! Nú er hann búinn að búa til splunkunýja Jólasöngstund með öllum helstu Jólalögunum sem allir krakkar ættu að kunna, til dæmis Í skóginum stóð kofi einn, Adam átti syni sjö, Snjókorn falla, Ó Grýla og fleiri.