Sóttvarnir

Kæru foreldrar athugið,
Foreldrar mega bara koma inn í fataherbergi og það er grímuskylda. Foreldrar er beðnir að staldra eins stutt og hægt er, bæði úti og inni.
Þar sem fataherbergið okkar er frekar lítið - verðum við að passa upp á 1 metra regluna.
Á hverjum degi þarf að taka töskur barna heim.
Við biðjum ykkur að koma ekki með börnin í leikskólann ef þau eru með veikindaeinkenni.
Með bestu kveðjum, kennarahópurinn í Dal