Dagur leikskólans

Fimmtudaginn 6.febrúar er dagur leikskólans og þá eru allir afar og ömmur velkomin í heimsókn til okkar milli klukkan 9-10 eða eftir hádegi klukkan 15-16. Í leikskólanum erum við að læra eitt og annað og okkur langar að sýna ykkur hvað við erum að gera á daginn. Þennan dag fá elstu börnin að velja hádegismatinn.