Þorrablót Dals

Í dag er búið að vera mikið stuð. Í föstudagssöngstundinni í morgun mættu allir með þorrahatta/kórónur og sungin voru einungis þorralög. Í hádeginu borðuðu allir saman í salnum. Á boðstólnum var hangikjöt, sviðasulta, svínasulta, hákarl, harðfiskur, flatbrauð, rúgbrauð, rófustappa, kartöflumús og slátur. Flestir smökkuðu allt en hákarlinn var það sem fáir viltu borða, nokkrum þótti hann samt mjög góður.

Börnin fara heim með kórónurnar í dag.

Góða helgi.