Aðlögun nýrra barna

Samstarf milli heimilis og leikskóla hefst áður en barnið byrjar í leikskólanum. Mikilvægt er að skapa tengsl á milli leikskólans og fjölskyldu barnsins frá upphafi.  Að byrja í leikskóla er stórt skref og ný reynsla bæði fyrir foreldra sem og barn. Mikilvægt er að góð samvinna og gagnkvæmur trúnaður ríki milli foreldra og kennara því það er forsenda þess að leikskóladvölin verði barninu árangursrík.                                                                                                                  

Í Dal er stuðst við skipulag þátttökuaðlögunar. Hún byggist á því að barnið sé að læra að vera á nýjum stað og í nýjum aðstæðum. Aðlögunin byggir á fullri þátttöku foreldranna í starfi leikskólans þá daga sem hún á sér stað. Foreldrar sem þátttakendur öðlast öryggi og ná að fylgjast með því sem á sér stað í leikskólanum og sjá starfsfólk að störfum. 

Að jafnaði tekur tvær vikur að aðlaga barn að leikskólastarfinu. Aðlögun að hausti hefst ávallt á fimmtudegi og mæta börnin með foreldrum sínum eins og hér segir:

  • Dagur 1 : kl 9:00-11:00 stutt heimsókn með foreldrum 
  • Dagur 2 : kl 9:00-11:30 börnin borða hádegismat
  • Dagur 3 : kl 9:00-12/13 sama fyrirkomulag nema að hvíld bætist við 
  • Dagur 4 : kl 8:30-13/14 börnin borða morgunmat, hádegismat og fara í hvíld
  • Dagur 5 : kl 8:30-14/15 skertur dagur

Mikilvægt er að foreldrar taki tillit til aðlögunarhæfni barnsins og sæki það í fyrra fallinu fyrstu vikurnar á meðan barnið er að aðlagast leikskólanum. 

 

Gott er að vera í góðu sambandi við deildarstjóra hvernig haga skuli aðlögunartímanum ef þörf þykir, til dæmis ef barn er óöruggt eða verður veikt á aðlögunartíma. Betra er að hafa aðlögunarferlið lengra en styttra ef það hentar barninu betur.