Sími 441 6000

Sjálfbærni og vísindi

Sjálfbærni og vísindi

Þróunarverkefni leikskóla í Kópavogi

Sjálfbærni og vísindi.

Á skólaárinu 2014 – 2015 munu leikskólar í Kópavogi vinna að sameiginlegu þróunarverkefni undir yfirskriftinni Sjálfbærni og vísindi.  Verkefnið er samvinnuverkefni 19 leikskóla og verkefnastjóri er frá Menntasviði Kópavogs, leikskóladeild. Verkefnið fór af stað síðastliðið vor og verður unnið á komandi vetri.

Markmið verkefnis;

·    Er að auka áhuga og skilning leikskólabarna á sjálfbærni, í hverju hún felst og hvernig þau geti átt þátt í eða haft    áhrif á að bæta það umhverfi sem þau búa í.

·    Er að efla forvitni og áhuga á töfraheimi vísindanna og því sem leynist í eiginleikum ýmissa efna og hluta.

·    Er að auka hæfni og þekkingu starfsmanna á viðfangsefninu og styrkja þá í starfi sínu með börnunum.

Hver leikskóli fyrir sig hefur ákveðið hvaða verkefni hann ætlar að leggja áherslu á og er einn verkefnastjóri í hverjum leikskóla sem heldur utan um verkefnið og ber ábyrgð á vinnslu þess. Auk þess mótar verkefnstjóri framgang verkefnis í samvinnu við annað starfsfólk leikskólans.

Misjafnt er hvað leikskólarnir taka fyrir, en verkefnin eru mörg og misjöfn og mjög áhugaverð.

Lögð verður áhersla meðal annars á:

Nærumhverfið, útikennslu, moltugerð, stjörnur og himintungl, Fossvogsdalinn, Elliðavatn og náttúru þess, Borgarholtið, vísindi í allri sinni fjölbreytni og fjöruna svo eitthvað sé nefnt.

Að verkefninu loknu verður gefin út skýrsla með niðurstöðum frá vinnu leikskólanna og einnig verður kynning á verkefnunum sem unnin hafa verið.

Gerður Guðmundsdóttir, Leikskólaráðgjafi, Kópavogi.Þetta vefsvæði byggir á Eplica