Sími 441 6000

Vinátta - verkefni Barnaheilla

Vinátta - Blær

Verkefni Barnaheilla 

Verkefni Barnaheilla

Leikskólinn Dalur tekur nú þátt í Vináttu – vekefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Mikilvægt er að hefja forvarnarstarf strax á leikskólastigi með því að vinna með góðan skólabrag, jákvæð samskipti, vinsemd og virðingu fyrir fjölbreytni í nemendahópnum.

Við vitum að einelti á sér stað í grunnskólum, sérstaklega meðal barna í 4.-7. bekk. Rót eineltis má þó oft rekja til leikskóla. Það er því mikilvægt að hafa afskipti snemma og hefja forvarnarstarf í leikskólum til að koma í veg fyrir einelti síðar. Vinátta er góð leið til þess.

 Hugrakkir krakkar segja frá - Markmið Vináttu:

  • að samfélagið í leikskólanum einkennist af umburðarlyndi og virðingu
  • að skapa umhverfi þar sem börn sýna hvert öðru umhyggju
  • að börn læri að bregðast við neikvæðri hegðun og einelti
  • að virkja einstaklinga og gefa þeim hugrekki til að grípa inn í og verja félaga sína 

Bangsinn Blær

Blær er táknmynd vináttu í verkefninu. Blæ fylgja litlir hjálpabangsar sem ætlaðir eru hverju barni sem tekur þátt í Vináttu. Blær og hjálpabangsarnir tákna traust og vináttu og er ætlað að minna börnin á að passa upp á aðra og að vera góður félagi allra.

Vináttuverkefnið er ætlað þremur markhópum og í töskunni er efni fyrir þá:

  • Kennarar: þeir eru hvattir til að skapa umhverfi gegn einelti og virkja börn í athöfnum sem styrkja tilfinningagreind þeirra.
  • Foreldrar: þeir bera ábyrgð á að tryggja að börn fái skilaboð um að hægt sé að koma í veg fyrir einelti með því að styðja velferð þeirra og stuðla að góðum samskiptum í vinahópum. Í leikskólanum er veggspjald með ráðum til forldra um góð samskipti og vináttu.
  • Börn: vináttuverkefnið stuðlar að samræðum fyrir börn um slæma hegðun og einelti og fræðir þau um leiðir til að takast á við vondar aðstæður. segja frá og segja nei.

Það er lykilatríði fyrir árangur að við vinnum saman og allir taki þátt til að koma í veg fyrir einelti.

Þú sem foreldri getur lesið meira um Vináttu- verkefnið á barnaheill.is/vinattaÞetta vefsvæði byggir á Eplica