Sími 441 6000

Lubbi finnur málbein

Lubbi finnur málbein

Íslensku málhljóðin.

Margir kannast kannski við bókina Lubbi finnur málbein sem kom út fyrir nokkrum árum.Vorið 2016 byrjum við að vinna með þessa bókina en hún tengist læsi og málörvun. Hugmyndasmiðirnir á bak við Lubba, Þóra Másdóttir og Eyrún Ísfold Gísladóttir, eru talmeinafræðingar sem hafa áralanga reynslu af talþjálfun barna. Námsefnið býður upp á nýja framsetningu á íslensku málhljóðunum og leggur góðan grunn að lestrarnámi auk þess sem það stuðlar að betri orðaforða og ýtir undir skýrari framburð.

Lubbi er íslenskur fjárhundur sem langar til að læra að tala en þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Það sem hundum finnst best er að naga bein og er Lubbi engin undantekning. Þess vegna líta málhljóðin út eins og bein sem Lubbi nagar og lærir þannig smátt og smátt að tala. Hann þarf hins vegar góða aðstoð við að læra málhljóðin og ætla krakkarnir að aðstoða hann með söng og ýmsum öðrum æfingum.

Á mánudögum er nýtt hljóð tekið fyrir og það er Lubba-söngstund í hádeginu á öllum deildum þar sem nýtt hljóð og lag er kynnt. Lubbastundir eru einu sinni í viku og eru þær aldurskiptar.

Lubbi á heimasíðu og þar er hægt að fá alls konar upplýsingar.

Allur kennarahópurinn er búin að fara á Lubbanámskeið.

lubbisagar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica