Sími 441 6000

Sköpun og menning

Sköpun og menning

Barnamenning er samofin öllu starfi leikskóla og tengist leik barna, lýðræði, skapandi starfi og þjóðmenningu. Sköpun í leikskóla á fyrst og fremst að beinast að sköpunarferlinu, gleðinni, tjáningunni, könnuninni og náminu sem á sér stað þegar hugmyndir, tilfinningar og ímyndun fær að njóta sín. Allt skipulag og búnaður í leikskólaum á að stuðla að því að vekja forvitni barnsins, frumkvæði, virkni, áhuga, gleði og efla sjálfstæði þess. Hlutverk kennara er að velja leiðir sem hvetja til sjálfstæðra vinnubragða og skapandi hugsunar og gera börnunum kleift að nálgast efnið frá mörgum hliðum. Börnin fá tækifæri til að skynja umhverfi sitt, vinna með fjölbreyttan efnivið og öðlast margháttaða reynslu.

Myndsköpun

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica