Sími 441 6000

Sérkennsla

Sérkennsla

Sérkennsla í Dal

 

Markmiðið með sérkennslu í leikskóla er að tryggja að börn sem á einhvern hátt búa við þroskahömlun eða skerðingu fái þá sérstöku aðstoð sem þau þurfa á að halda til að þau geti nýtt sér leikskóladvölina á sem bestan hátt.

Börn hafa mismunandi getu, þroska og reynslu. Leikskólinn á að taka tillit til þarfa hvers barns svo að það fái notið sín í hóp annarra barna á eigin forsendum. Sérkennsla er viðbótarúrræði handa þeim einstaklingum sem vegna aðstæðna sinna þurfa sérhæfðar leiðir til að þroskast og læra í samfélagi við önnur börn í skólanum.

Í Dal er starfandi sérkennslustjóri en starfssvið hans byggir á lögum um leikskóla.Í starfi sérkennslustjóra felst m.a:

  • stjórnun, skipulagning, framkvæmd og endurmat sérkennslu í leikskólanum
  • fagleg umsjón sérkennslu, frumgreining sérþarfa hjá nemendum skólans og ráðgjöf til starfsmanna vegna sérþarfa barna
  • sérkennslustjóri ber ábyrgð á að börn sem njóta sérkennslu í leikskólanum fái nám og uppeldi við hæfi hvers og eins
  • ber ábyrgð á gerðar séu einstaklingsnámskrár barna með sérþarfir
  • hefur umsjón með gerð verkefna og að áherslum um kennslu annarra sérfræðinga sé framfylgt í leikskólum og skýrslugerð
  • miðlun upplýsinga milli skólaskrifstofu og starfsmanna skólans sem varða sérkennslu
  • vinnur í samstarfi með foreldrum/forráðamönum barna sem njóta sérkennslu í leikskólanum og situr fundi og viðtöl með þeim
  • veitir foreldrum/forráðamönnum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf

Sérkennslustjóri er Ýr Harris Einarsdóttir

Netfangið er: harris@kopavogur.is
Þetta vefsvæði byggir á Eplica