Sími 441 6000

Lýðræði og jafnrétti

Lýðræði og jafnrétti í leikskólastarfi

Leikskóli er vettvangur þar sem leggja á áherslu á gildi og starfshætti sem renna stoðum undir lýðræðislegt samfélag.  Í leikskóla eru foreldrar, kennarar og börn samstarfsaðilar. Í daglegu starfi leikskóla er lögð áhersla á að börn beri virðingu og umhyggju fyrir öðru fólki, þrói með sér samkennd, tillitssemi, umburðarlyndi og vináttu.

Hérna kemur gott dæmi um lýðræðisleg vinnubrögð en nemendur á Gulu lind skrifuðu bréf til leikskólastjóra um að hafa auka leikfangadag en bréfið hljóðaði svona:

Elsku Sóley Gyða og Sonja, okkur langar rosa, rosa, mikið að hafa leikfangadag. Það er orðið mjög langt síðan það var leikfangadagur síðast og það er mjög langt í næsta leikfangadag. Gerðu það elsku Sóley, viltu leyfa okkur að fá auka leikfangadag því þið eruð BESTAR í öllum heiminum. Ykkar vinir á Gulu lind (allir skrifuðu undir með nafni).

Það er ekki hægt að segja annað en að þetta flokkast undir lýðræðisleg vinnubrögð og erum við afar stoltar af þessum nemendum okkar og að sjálfsögðu var þetta samþykkt.Frábært framtak hjá þessu unga fólki.Þetta vefsvæði byggir á Eplica