Sími 441 6000

Leikur og nám

Leikur og nám

Leikskólanám á að efla alhliða þroska barnsins og starfshættir eiga að taka mið af þroska og þörfum hvers barns. Í leikskólastarfi er barnið í brennidepli. Leikurinn er hornsteinn leikskólastarfsins og kennsluaðferð kennarans, meginnámsleið barna og gleðigjafi og veitir vellíðan. Leikurinn í allri sinni fjölbreytni er kjarninn í uppeldisstarfi allra leikskóla. Í bernsku er leikurinn. það að leika sér, það sama og að læra að afæa sér þekkingar. Í frjálsum leik er barnið að skapa leikinn úr eigin hugarheimi, það tekur ákvarðanir á eigin forsendum og lærir að leita lausna. Sköðunarþörf, virkni og hugmyndaflug barna birtist í leikjum þeirra. Kennarar þekkja leik barna, þeir virða og hlúa að honum, gefa honum rými og skipuleggja leikumhverfið. Í leik taka börn þátt í lýðræðislegum athöfum þegar þau setja fram eigin hugmyndir og virða sjónarmið annarra.

Börn læra í gegnum leik og daglegt starf innan dyra sem utan. Þau læra í samvinnu við önnur börn og þegar þau fá stuðning og hvatningu frá hinum fullorðnu. Námssviðin eru samþætt og samorfin öllu starfi skólans. Leikskólastarf byggist á lögum um leikskóla þar sem lögð er áhersla á gildi leiksins.Þetta vefsvæði byggir á Eplica