Sími 441 6000

Læsi og samskipti

Læsi og samskipti

Læsi í leikskóla felur í sér þekkingu, leikni og hæfni barna til að lesa í umhverfi sitt og tjá upplifun sína, tilfinningar og skoðanir á fjölbreyttan hátt.

Hér má finna læsisstefnu Dals

Í leikskóla ber að skapa aðstæður svo börn fái ríkuleg tækifæri til að:

  • eiga jákvæð og uppbyggileg samskipti í barnahópnum
  • endurskapa upplifun sína og reynslu í leik og skapandi starfi
  • tjá sig með fjölbreyttum hætti og með ólíkum efniviði
  • kynnast tungumálinu og möguleikum þess
  • njóta þess að hlutsta á og semja sögur, ljóð, þulur og ævintýri
  • þróa læsi í víðum skilningi
  • öðlast skilning á að ritað mál og tákn hafi merkingu
  • deila skoðunum sínum og hugmyndum
  • nýta ólíkar leiðir og margvíslega tækni til að n´lagast upplýsingar og setja fram hugmyndir sínar
  • velta vöngum yfir eigin samfélagi og menningu og menningu annarra þjóða

Ungar dömur að lesaÞetta vefsvæði byggir á Eplica