Sími 441 6000

Heilbrigði og vellíðan

Heilbrigði og vellíðan

Í leikskóla er lögð áhersla á að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Rannsóknir sýna að mataræði og næringarástand barna ásamt hreyfingu hefur áhrif á heilsu þeirra, þroska, vöxt og alhliða líðan. Leikskólar Kópavogs hafa sett sér næringarstefnu og leggja ríka áherslu á að bjóða upp á heilsusamlegt fæði og fylgja faglega viðurkenndum ráðleggingum um næringu barna. Mikilvægt er að hjálpa börnum að temja sér heilbrigðar martarvenjur til framtíðar. Daglegar athafnir í leikskóla stuðla að líkamlegri og andlegri vellíðan barna og góðri heilsu og hefur það áhrif á sjálfsmynd þess. Hægt er að finna stefnu Kópavogs varðandi lýðheilsu á heimasíðu Kópavogs.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica