Sími 441 6000

Námssvið

Nám í leikskóla

Leikskólastarf byggist á lögum um leikskóla þar sem lögð er áhersla á gildi leiksins.

 

Námssvið leikskólans eru: Læsi og samskipti, heilbrigði og vellíðan, sjálfbærni og vísindi, sköpun og menning. Þessi námssvið eiga að vera hluti af leik barna og vera samþætt daglegu skólastarfi. Jafnframt eiga þau að vera skipulögð í samvinnu starfsfólks, foreldra og barna. Námssviðin eiga að stuðla að sjálfstæði og frumkvæði, hvetja til samvinnu og samstarfs sem og vekja forvitni og hvetja til rannsókna og kannana. Samhliða þessu að efla áhuga barna á námi og hvetja þau til að læra og auka þekkingu sína, leikni og hæfni (Aðalnámskrá leikskóla, 2011).

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica