Sími 441 6000

Hljóm 2

Athugun á hljóð og málvitund leikskólabarna

Hljóm -2

Hljóm -2 er greiningatæki í leikjaformi sem kannar hljóðkerfisvitund elstu barna í leikskólanum. Þessi leikur að orðum og hljóðum er undanfari lestranáms. Með hljóðkerfisvitund er átt við að barnið geri sér grein fyrir að tungumál hefur ákveðið form og það skiptir ekki bara máli hvað er sagt heldur einnig hvernig það er sagt.

Niðurstöðurnar eru marktækar vísbendingar um hvaða börn eru í áhættu fyrir síðari lestrarörðugleika og mikilvægar til þess að hægt sé að vinna markvisst með þá þætti sem hugsanlega liggja ekki vel fyrir börnunum, þennan síðasta vetur þeirra í leikskólanum. Þættirnir (leikirnir) sem lagðir eru fyrir tengjast: Rími, samstöfum, hljóðgreiningu, samsettum orðum, margræðum orðum, orðhlutaeyðingu og hljóðtenginug. Hljóm-2 er lagt fyrir á haustin.

Þau börn sem koma út með slaka eða mjög slaka getu er boðið upp á að fara í málörvunarhóp sem hittist einu sinni í viku og þá vinnum við markvisst í að þjálfa hljóðkerfisvitundina. Eftir 3 mán. vinnu, er barnið Hljóm-prófað aftur og það fær aftur slaka útkomu er skoðað í samráði við foreldra og deildarstjóra.

Hljóm-2 er eftir Ingibjörgu Símonardóttur, talmeinafræðing, Jóhönnu Einarsdóttur, talmeinafræðing og Dr. Amalíu Björnsdóttur, dósent.Þetta vefsvæði byggir á Eplica