Sími 441 6000

Athuganir

Athuganir

Leikskólakennarar og sérkennslustjóri fylgjast með framvindu þroska hjá nemendum. Til þess nota þeir ýmsar athuganir/skimun til þess að glöggva sig betur á hvar styrkleiki hvers nemenda liggur og átta sig betur á í hverju áhyggjur eru fólgnar séu þær fyrir hendi.

Hljóm 2 er lagt fyrir elstu nemendur skólans um miðjan október af kennara sem hefur réttindi til að nota þetta próf. Í janúar er þetta endurtekið fyrir þá nemendur sem ekki ná viðmiðunarmörkum um haustið. Niðurstöðum er svo skilað í grunnskólann.

EFI-2 er fyrir nemendur á fjórða ári og þetta er málþroskaskimun. Niðurstöður geta gefið ýmislegt til kynna s.s. hvort að leita þurfi til talmeinafræðings.

Tras er nýtt hjá okkur og við erum aðeins að þreifa fyrir okkur hvernig við ætlum að nýta okkur það. Tras er skráning á málþroska nemandans í gegnum leikskólaárin.

Gerd Strand er listi/könnun sem tekur á flestum færni- og getuþáttum sem hafa áhrif á gengi nemenda í skólastarfi og gefur skýra mynd um hvort að vandi sé að ræða eða ekki og hvers eðlis vandinn er.

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica