Sími 441 6000

Græna lind

Græna lind

Sönglögin á Grænu lind

Kalli litli kónguló

klifraði upp á vegg.

Þá kom regnið og Kalli litli féll.

Upp kom sólin og þerraði hans kropp

Kalli litli kónguló klifraði upp í topp.

 

Kalli litli kónguló klifrar upp í rúm

það er komin nótt og allt er orðið hljótt.

Mamma kemur inn og kyssir  góða nótt

Kalli litli kónguló sofnar vært og rótt.

 

Maja Maríuhæna

fór í gönguferð væna

og rakst þar á hann Sigga Fel

sem svaf í sinni sniglaskel

 

Svo kom rok og steypiregn

og Maja blotnaði í gegn.

”Kæra Siggi, hleyp mér inn

í sniglaskeljarkuðunginn”

 

”Já, gakkt' í bæinn, Maja kær

svo þorni þínar blautu tær.

Stofan mín er þröng og mjó

en alveg laus við regn og snjó”

 

Þá sátu Maja og Siggi hér

alla nótt og skemmtu sér.

Þau urðu vinir eins og skot

Og gíftust svo um áramót!

 

 

Gulur, rauður, grænn og blár

svartur, hvítur, fjólublár.

Brúnn, bleikur banani,

appelsína talandi.

Gulur, rauður, grænn og blár,

svartur, hvítur,  fjólublár.

 

 

Afi minn og amma mín

úti á bakka búa.

Þau eru bæði sæt og fín

og þangað vil ég fljúga.

 

Afi minn og amma mín

Fóru út að hjóla

Afi datt í drullupoll

Og amma fór að spóla

 

Hátt uppí  fjöllunum þar búa tröllin.

Tröllapabbi, tröllamamma og litli tröllirölli

Búmm sagði tröllapabbi

Búmm sagði tröllamamma  

En hann litli tröllirölli sagði ekki neitt – Ussss

 

Langt  inní skóginum þar búa ljónin

Ljónapabbi, ljónamamma og litli ljónsi fljónsi

Urrrr, sagði ljónapabbi

Urr, sagði ljónamamma

En hann litli ljónsi fljónsi sagði bara mjá

 

Hátt uppá loftinu þar búa draugar

Draugapabbi, draugamamma, og litli vasaklútur

Úúúú,  sagði draugapabbi

Úúúú, sagði draugamamma

En hann litli vasaklútur sagði bara „atsjú“

 

 

Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt, sótt.

Hún hringdi og sagði lækni að koma fljótt,

fljótt, fljótt.  

Læknirinn kom með sína tösku og sinn hatt.  

Hann bankaði á dyrnar ratatdadadaa.

Hann skoðaði dúkkuna og hristi sinn haus.

Hún strax skal í rúmið og ekkert raus.

Hann skrifaði niður hvaða lyf hún skyldi fá.

Ég kem aftur á morgun ef hún er enn veik þá.

 

 

5 litlir apar sátu uppi í tré.  

Þeir voru að stríða krókódíl  

“Þú nærð ekki mér”!  

Þá kom hann herra krókódíll  

svo hægt og rólega og amm!  

  

Svo 4 litlir…, svo 3 litlir  

 

5 litlir apar (krakkar) hoppa á dýnu

1 datt af og meiddi sig pínu

Mamma kyssti á bágtið og sagði allt í fínu

Nú mega ekki fleiri apar (krakkar) hoppa á dýnu.

 

 

Ég negli og saga og smíða mér bát

og síðan á sjóinn ég sigli með gát.

Og báturinn vaggar og veltist um sæ,

ég fjörugum fiskum með færinu næ.

 

Ba bú ba bú,

brunabíllinn flautar.

Hvert er hann að fara?

Vatni' á eld að sprauta

dss, dss, dss, dss,

gerir alla blauta.

 

Mjá, mjá, mjá, mjá

mjálmar gráa kisa.

Hvert er hún að fara?

Út í skóg að ganga

uss, uss, uss, uss,

skógarþröst að fanga.

 

Bí, bí, bí, bí,

skógarþröstur syngur.

Hvert er hann að fara?

Burt frá kisu flýgur

uí, uí, uí, uí,

loftin blá hann smýgur.

 

Ding,dong sagði lítill grænn froskur einn dag

Ding,dong sagði lítill grænn froskur

Ding,dong sagði lítill grænn froskur einn dag

Og svo líka ding,dong,dojojojojojojoj.

 

Uhm,eh, sagði lítil græn eðla einn dag

Uhm,eh, sagði lítil græn eðla

Uhm,eh, sagði lítil græn eðla einn dag

og svo líka uhm,eh,ull,ull,ull,ull,ull.

 

King kong sagði stór svartur api einn dag

King kong sagði stór svartur api

King kong sagði stór svartur api einn dag

og svo líka king kong,ohohohohohohoh.

 

Mjá,mjá sagði lítil grá kisa einn dag

Mjá,mjá sagði lítil grá kisa

Mjá,mjá sagði lítil grá kisa einn dag

og svo líka mjá,mjá – mjááááá.

 

Blúbb,blúbb sagði lítill blár fiskur einn dag

Blúbb,blúbb sagði lítill blár fiskur

Blúbb,blúbb sagði lítill blár fiskur einn dag

og svo líka blúbb, blúbb, blúbb, blúbb,blúbb....Þetta vefsvæði byggir á Eplica