Sími 441 6000

Námskrár

Námskrár leikskóla

Aðalnámskrá leikskóla

 

Aðalnámskrá

Menntamálaráðuneytið gefur út aðalnámskrár leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla á grundvelli laga um viðkomandi skólastig. Aðalnámskrár hafa ígildi reglugerðar og í þeim er kveðið nánar á um útfærslu laga og reglugerða. Þær kveða m.a. á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu. Öllum skólum er skylt að gefa út skólanámskrá.

Aðalnámskrá leikskóla

Í námskránni er lögð áhersla á lýðræði og jafnrétti og litið svo á að börnin séu fullgildir þátttakendur í samfélagi leikskólans. Þau eiga að fá tækifæri til að koma að lýðræðislegum ákvörðunum sem varða leikskólastarfið sjálft. Leikskólinn er jafnframt mikilvægur vettvangur til að jafna uppeldisaðstæður barna. Lögð er áhersla á að kennarar og stjórnendur í leikskólum fái svigrúm til að þróa leikskólastarfið á faglegan og skapandi hátt. Námssvið leikskólans eru læsi og samskipti, heilbrigði og vellíðan, sjálfbærni og vísindi, sköpun og menning. 

Sameiginlegur hluti námskráa

Aldrei áður hefur fyrsti kafli í námskrá skólastiganna verið sameiginlegur en þar er fjallað um hlutverk námskrár, grunnþættina, fagmennsku kennara og mat á skólastarfi.

Grunnþættirnir fléttast inn í aðalnámskrár á öllum skólastigum:

  • Efnisval og inntak kennslu, leiks og náms skal mótast af grunnþáttunum.
  • Starfshættir og aðferðir sem börn og ungmenni læra eru undir áhrifum hugmynda sem fram koma í umfjöllun um grunnþættina.
  • Vinnubrögð kennara og annarra sem starfa í skólum eiga að mótast af grunnþáttunum þannig að stuðlað sé að sjálfstæði, frumkvæði og þróun í skólastarfi .
  • Þegar skólastarf er metið þarf að skoða hvort og hvernig grunnþættirnir hafi sett mark sitt á kennslu, leik og nám og skólastarfið í heild.

 

 

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica