Aðalnámskrá leikskóla

 Menntamálaráðuneytið gefur út aðalnámskrár leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla á grundvelli laga um viðkomandi skólastig. Aðalnámskrár hafa ígildi reglugerðar og í þeim er kveðið nánar á um útfærslu laga og reglugerða. Þær kveða m.a. á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu. Öllum skólum er skylt að gefa út skólanámskrá. Aðalnámskrá leikskóla 

Í námskránni er lögð áhersla á lýðræði og jafnrétti og litið svo á að börnin séu fullgildir þátttakendur í samfélagi leikskólans. Þau eiga að fá tækifæri til að koma að lýðræðislegum ákvörðunum sem varða leikskólastarfið sjálft. Leikskólinn er jafnframt mikilvægur vettvangur til að jafna uppeldisaðstæður barna. Lögð er áhersla á að kennarar og stjórnendur í leikskólum fái svigrúm til að þróa leikskólastarfið á faglegan og skapandi hátt. Námssvið leikskólans eru;læsi og samskipti, heilbrigði og vellíðan, sjálfbærni og vísindi, sköpun og menning.

Skólanámskrá Dals

 Skólanámskrá Dals var endurútgefin 2018.  Grundvöllur leikskólastarfsins er byggður á þeirri hugmyndafræði sem fram kemur í Aðalnámskrá leikskóla, á kenningum John Dewey um "learning by doing", Berit Bae um viðurkennandi samskipti ásamtUuppeldisfræði dauðu músarinnar. Ný skólanámskrá (PDF skjal) Dals 2018

Starfsáætlun Dals

 Á hverju ári er gerð ný starfsáætlun fyrir næsta skólaár. Allir kennarar og starfsmenn koma að þessari starfsáætlun og foreldraráð skólans les hana yfir og kemur með athugasemdir ef þurfa þykir.  Starfsáætlun Dals fyrir skólaárið 2019-2020.pdf

Læsisstefna Dals

 Í maí 2015 skrifuðu bæjarstjóri Kópavogs, fulltrúi foreldra í Kópavogi og menntamálaráðherra undir þjóðarsáttmála um læsi. Þjóðarsáttmálinn kveður á um að efla eigi læsiskunnáttu og lestur íslenskra barna. Í framhaldi af því var farið af stað með vinnu við að auka áhuga leikskólabarna á bókum, læsi og læsistengdum verkefnum. Leikskólinn Dalur var engin undantekning í þeirri vinnu og voru Sonja Margrét Halldórsdóttir og Hanna María Ásgrímsdóttir verkefnastjórar í verkefninu“ Læsi er meira en stafastaut“.

Skólaárið 2016-2017 var þróunarverkefnið Læsi er meira en stafa staut unnið í öllum leikskólum Kópavogsbæjar. Samhliða þessu þróunarverkefni þá var unnið læsisstefna Dals.

 Hérna má finna læsisstefnu Dals.