Hertar aðgerðir

Það hefur í för með sér að ef þið foreldrar komið inn í leikskólann þó ekki sé nema í fataherbergið þurfið þið að vera með grímu yfir nef og munn.
Virða tveggja metra regluna og ef margir eru í fataherberginu að hinkra við þar til að fækkar þar (munum áfram taka á móti úti snemma á morgnana og skila úti ef veður leyfir).

Frá og með mánudeginum óskum við eftir að þið hringið inn á deildar (ef við erum ekki úti) og látið okkur vita að þið séuð að koma með eða sækja börnin og við komum í fataherbergið og tökum á móti barninu ykkar eða skilum því til ykkar.

Best er ef þið komið ekki lengra inn ef þið þurfið þess þá er gríma og sprittun afar mikilvæg.
Við ætlum að gera þetta saman.

Við viljum reyna að halda skólanum opnum og ekki fá smit hér og því þurfum við að hjálpast að .

Við erum að sótthreinsa, halda fjarlægðarmörkum og gera allt hér til að forðast smit.