Nauðsynlegur útbúnaður fyrir leikskólabarn

Útifatnaður þarf að vera eftir veðri og árstíðum, gott er að vera með poka sem fást í IKEA, Tiger (kosta rétt innan við 500 krónur) og fleiri álíka búðum undir útifatnaðinn. Pokann er hægt að geyma undir kassanum með aukafötunum. 

Á mánudögum eru útifötin tekin upp úr pokanum og sett í hólf barnsins og á föstudögum eru þau tekin heim og þvegin.

Fylgjast þarf með útifötum því stundum þarf að þrífa þau oftar, fer eftir veðri hverju sinni. 

 Útiföt sem þurfa alltaf að vera með og muna að merkja allan fatnað:
 Pollagalli
 Kuldagalli
 Loðfóðruð stígvél
 Flíspeysa /ullarpeysa
 Vettlingar (gott að hafa pollavettlinga líka)
 Húfa  

 

Yfir sumarið og veturinn er gott að hafa:

 Yfir sumarið Yfir veturinn
 Buff  Útigalli  
 Léttur jakki  þykkir vettlingar
 Vindbuxur Hlý húfa (lambúshúfa)  
 Strigaskór Loðfóðruð stígvél

 

 Auka föt í kassa Yngsta deildin
NærfötBleiur  
Sokka/sokkabuxurBlautpappír  
Buxur Merkt snuð 
Peysa/bolurKodda/sæng
Auka vettlingaÖryggishlut (bangsa eða eitthvað slíkt sé barnið vant því)
InniskórTaupoka undir blautan fatnað

 

Nauðsynlegt er að merkja allan fatnað.