Að byrja í leikskóla er ný reynsla fyrir hvert barn og þeirri reynslu fylgja miklar breytingar á daglegu ífi. Hjá sumum getur þessi reynsla valdið streitu fyrir barnið og foreldra þess. 

Til að auðvelda þeim þessar breytingar hefur í gegnum tíðina tíðkast að setja upp skipulag í leikskólanum sem hefur verið kallað aðlögun. 

Aðlögun tekur yfirleitt eina viku og þá getur barnið og foreldrar þess aðlagast leikskólanum og kynnst starfsfólki sem og öðrum börnum og foreldrum þeirra.

Hér má finna allt um aðlögun