Sími 441 6000

Skólastarf

Skólastarf á Grænu lind

Hópastarf

Í hópastarfi æfum við okkur að vera saman, hjálpa hvert öðru og vera góð hvort við annað. Einnig æfum við okkur í að hlusta og fara eftir fyrirmælum.Í gegnum leik aukum við þekkingu okkar og lærum ýmislegt eins og litina, formin, að telja, halda rétt á skriffærum, klippa og líma.

Hópastarf er 2 x í viku og tímalengd fer eftir aldri barna. Í hópastarfinu nálgumst við námssviðin okkar sem eru læsi, sjálfbærni og vísindi, vellíðan og heilbrigði og menning og sköpun. Einnig er unnið heimaþekkingu sem byggir á því að börnin læra hvað þau heita og hvar þau eiga heima, hvað heitir mamma og pabbi o.s.frv. Börn sem eru saman í hóp læra að þekkja hvert annað og treysta hvert öðru og er það grundvöllur að góðu samstarfi og vináttu. Hvert barn fer svo einu sinni í viku í listaskóla og í salinn og þess á milli er frjáls leikur.

Lubbastund

Á mánudögum er Lubbastund í hádeginu og þá er hljóð vikunnar kynnt - þessi stund hefst 3.september. Hér má lesa allt um hann Lubba vin okkar, Lubbi finnur málbein.  Við hlustum á lagið og skoðum svo myndirnar í bókinni og ræðum hvað er að finna þar einnig reynum við að finna einhvern sem á það hljóð sem við erum að vinna með hverju sinni.

Salur

Græna lind á salinn á miðvikudögum og þá fara hóparnir í markvissa hreyfingu.Hreyfing stuðlar að líkamlegri og andlegri vellíðan, gleði, snerpu og þoli. Í markvissri hreyfiþjálfun eflist alhliða þroski barnsins og barnið öðlast góða líkamsvitund. Þetta  leiðir af sér aukna félagsfærni og leikgleði sem eflir vináttubönd.     

Listaskáli

Á þriðjudögum á Græna lind listaskála og þar fá börnin fjölbreytt tækifæri til að tjá sig í sköpun. Börnin æfa sig meðal annars samhæfingu augna og handa, þjálfar fínhreyfingar, formskyn og læra heiti litana. Megin áhersla er lögð á sköpunarferlið sjálft og þá gleði sem það vekur barni að vinna eitt eða með félögum sínum að skapandi viðfangsefni.   


Þetta vefsvæði byggir á Eplica