Sími 441 6000

Fréttir

Fréttir

Sælt veri fólkið

Hjá okkur er allt fínt að frétta og hópastarfið gengur vel. Lubbastund er 1x í viku og tökum við fyrir eitt hljóð á viku, inná heimasíðunni er listað upp hvenær hljóðin eru – smellið á linkinn „ Lubbi finnur málbein “ þá koma upp hljóðin og lögin.

Um miðja næstu viku fer í ég smá veikindaleyfi og Odda kemur í minn stað meðan ég verð í burtu.

Það sem er framundan hjá okkur í október og nóvember er:

Þriðjudaginn 23.október er kynning á skólastarfi fyrir foreldra á Grænu lind. Fundurinn hefst klukkan 8:15 og verður í sal skólans.  Börnin fara inná deild til Sonju og Sóleyjar og þið kíkið á okkur í salinn.

Föstudaginn 26.október er alþjóðlegi bangsadagurinn og þá ætlum við að halda upp á afmælið hans Blæ.

Föstudaginn 2.nóvember er ömmu og afa kaffi milli klukkan 9-10 fyrir hádegi og milli klukkan 15-16 eftir hádegi. Hlökkum til að sjá ykkur!

Föstudaginn 16.nóvember er dagur íslenskrar tungu og hann Lubbi vinur okkar á afmæli. Í tilefni dagsins ætlum við að hittast í salnum, syngja afmælissönginn fyrir Lubba og hver deild er búin að læra eina vísu eða þulu sem verður frumflutt þennan dag. Eftir þetta verður boðið upp á bókabíó og popp.

Mánudaginn 19.nóvember er skipulagsdagur og er skólinn lokaður þennan dag.

Góða og gleðilega helgi

Kv.  Þórunn og hinar skvís

Fréttir

Sælt veri fólkið

Gubbupestin heldur áfram að hrella börn og starfsfólk Grænu lindar

Stærðfræðidagurinn á þriðjudaginn gekk mjög vel, börnin unnu í hópum allskyns verkefni – sérstaklega mikið var talað um tölur, form og magn þennan dag. Stella er búin að hengja upp á deildarhlaðinu það sem þau voru að vinna með í listaskála hjá henni – endilega kíkið á það, meira á eftir að koma upp.

Minni á að á morgun  föstudaginn 12. september er leikskólinn lokaður þannig að í dag þurfið þið að tæma hólf barnanna, við verðum ekki á staðnum í þetta sinn þannig að það er ekki hægt að nálgast fatnaðinn á morgun.

Eigið góða og gleðilega helgi

Kv.  Þórunn og hinar á Grænu

Október - fréttir

Sælt veri fólkið

Gubbupest hefur verið að stinga sér niður hjá okkur og sendum við bataknús til þeirra sem eru enn veik heima og vonum að þetta sé að verða búið.

Endilega farið yfir útigallana og pollafötin gott er að þið klæðið börnin í pollabuxurnar og sjáið hvað er að …… allt of mörg börn í alltof litlum útifatnaði og teygjurnar sem eiga að fara undir skóna eru slitnar. Þessar teygjur fást í metratali í Föndru og er lítið mál að laga.

 Nú er viku 4 að ljúka sem þýðir að þið fáið rúmfatnað sendan heim í þvott og snuðin líka.

Það sem er framundan hjá okkur:

Október mánuður er stærðfræði mánuður hjá okkur og leggjum við áherslu á að telja, flokka, raða og para.  Þriðjudaginn 9 október er svo stærðfræðidagur hjá okkur á Grænu og Bláu lind og verður starfið þann dag helgað stærðfræði (er seinna á eldri deildum).

Skipulagsdagur er 12 október og er leikskólinn lokaður þann dag.

Foreldrafundur verður þann 23 október kl. 8:15.  Þar verður kynning á starfi Grænu lindar og starfsfólkinu  þetta er stuttur fundur í salnum – þið komið með börnin og þau fara inná deild og svo komið þið í salinn í smá kynningu.

 Endilega kíkið á heimasíðu Dals:    http://dalur.kopavogur.is/

 Svo eitt að lokum:    merkja merkja og merkja allan fatnað

Eigið góða og gleðilega helgi

Þórunn og hinar skvís á Grænu lind

September

Sælt veri fólkið

Hópastarfið er komið á fullt hjá okkur og búið að mynda hópana, fyrir framan deildina sjáið þið allt um það. Endilega spyrjið ef þið viljið vita eitthvað meira um það. En hópastarfið er á mánudögum og fimmtudögum milli 9 – 10.

Nú er farið að kólna og viljum við endilega að útigallarnir fari að koma í leikskólann.  Gott er að venja sig á að staldra við í fataherberginu áður en þið komið og sækið börnin til að fara yfir hólfið hvort það vanti eitthvað eða að útifatnaður þarfnist þrifa.  

Eitt langar mig að biðja ykkur um að stoppa hjá börnunum en það er að leyfa þeim ekki að príla í hólfunum og hanga í snögunum – við erum að reyna að taka á þessu og ætlum að biðla til ykkar líka með það.  Við erum að kenna þeim að ganga vel um fataherbergið og ganga frá sínum fatnaði og að vera ekki að taka fatnað frá öðrum.

Því miður er ekki allur útifatnaður merktur ennþá og bið ég ykkur að græja það um helgina – það er hólf sem er merkt „ómerktur fatnaður“ það er fullt L kíkið á það

 Góða helgi

Kv.  Þórunn og hinar skvís á Grænu

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica