Sími 441 6000

Fréttir

Janúar

Hæhæ kæru foreldrar og gleðilegt ár

Við erum búin að hafa það ótrúlega rólegt og gott yfir jólin og komum vel undan jólahátíðinni :) 

Nú fer skipulagt starf að komast á fullt hjá okkur aftur og í næstu viku fer hópastarfið í gang. 

Á morgun er álfadansleikur hjá okkur sem byrjar klukkan 9:30, þá ætlum við í salinn þar sem verða álfadrottning og álfakóngur, syngja saman og hafa gaman.

Það virðist vera sem álfarnir séu farnir á stjá hjá okkur því það vantar bæði svarta 66north hanska og svartar pollabuxur! Þetta er bæði merkt svo við ætlum að biðja ykkur að athuga hvort þetta hafi nokkuð farið óvart með dótinu ykkar heim fyrir jólin áður en við tölum við álfana.

Það voru að koma myndir inn á 123.is síðuna okkar af jólaballinu.

Kveðja Gula lind

Nóvember

Góðan dag  kæru foreldrar,

Við á Gulu lind erum hress og kát eins og venjulega :) Það er læsismánuður í gangi hjá okkur eins og þið vitið og erum við búin að vera að vinna fullt af skemmtilegum verkefnum í tengslum við það. Miðarnir sem börnin taka með sér heim liggja á horninu á skúffuskápnum okkar og geta foreldrar tekið eins marga miða og þeir vilja :) ...það er mikið sport að mæta með útfyllta miða á morgnanna.

 Þið megið endilega fara yfir hólfin hjá börnunum ykkar í fataherberginu. Það eru nokkur börn sem vantar aukaföt í kassan uppá hillunni, einhver börn þyrftu að koma með betri húfu og vettlinga fyrir veturinn (þunnir fingra vettlingar eru ekki vetrarvettlingar) og svo má endilega yfirfara snjógalla og pollagalla, hvort þeir séu nægilega stórir eða leki og passa að teygjan sem fer undir stígvélin séu í lagi. Einnig þurfa börnin að hafa hlýja peysu í leikskólanum. 

En nóg af þessu tuði... við erum að koma okkur í Jólaskapið.Við byrjuðum í vikunni að æfa okkur á jólalögunum og erum aðeins farin að jólaföndra. það styttist heldur betur í Jólakaffið okkar, sem er 28. nóvember og vonum við að allir foreldrar séu búnir að taka daginn frá. 

 

Það voru að koma inn nýjar myndir á 123 síðuna okkar.

 

Kv. Starfsfólkið á Gulu

September

Hæ hæ kæru foreldrar

Við á Gulu lind erum hress að vanda og tilbúin að taka á móti nýju skólaári :) Fyrstu vikurnar eftir frí hafa verið frekar frjálslegar hjá okkur enda ný börn að bætast í hópinn, við að kynnast þeim og þau okkur :) Í næstu viku ætlum við að byrja á skipulagða starfinu og þá fara börnin að fara í hópastarf, Lubba, Blæ og fleira :) 

Á morgun (fös 1.sept) byrjar nýr starfsmaður hjá okkur sem heitir Elvur Rósa og bjóðum við hana að sjálfsögðu velkomna í hópinn okkar.

Það væri frábært ef þið foreldrarnir gætuð hjálpað okkur að halda fataherberginu snyrtilegu :) Við reynum okkar besta við að raða í hólfin með börnunum og kenna þeim að ganga frá eftir sig en þegar þið komið að sækja er góð regla að fara yfir hólfið, athuga hvort eitthvað sé blautt eftir útiveruna, hvort það vanti eitthvað í hólfið og að það sé snyrtilega raðað :) Þá eru líka minni líkur á að eitthvað týnist :) Einnig er góð regla að taka stígvélin úr pollagöllunum/kuldagöllunum svo skálmarnar og stígvélin nái að þorna yfir nóttina og það myndist síður mygla inn í skálmunum.

Það eru nokkur atriðið sem er alltaf gott að fara yfir á haustin:

  • Veikindi barna: Æskilegt er að börn sem ekki eru nægilega hress til að sinna því starfi sem fram fer í leikskólanum séu heima hjá sér. Það er miðað við að börn séu 1 dag heima hjá sér hitalaus áður en þau koma aftur svo minni líkur séu á að þeim slái niður. 
  • Útivera: Það er ekki í boði að sleppa útiveru nema um langvarandi eða síendurtekin veikindi sé að ræða. En það má alltaf semja um að stytta útiveruna með því að fara síðastur út og fyrstur inn :)
  • Merkja merkja merkja: Allt sem börnin koma með í leikskólan, hvort sem það er fatnaður eða dót, á að vera merkt. 
  • Útifatnaður: Gott er að fara yfir útifatnað barnanna og athuga hvort eitthvað sé orðið of lítið, götótt eða slitnar teygjur á pollagöllum eða kuldagöllum þegar að þeim kemur

Annars höfum við hugsað okkur að vera í stuði en ekki tuði á Gulu lind ;) Erum glöð að það er "fössari" á morgun og óskum ykkur góðrar helgar.

 

Kv. Starfsfólk Gulu lindar

Apríl

Góðann daginn kæru foreldrar,

Þessa vikuna hefur hið hefðbundna starf legið niðri og við verið að undirbúa páskana. Nokkrir ungar hafa sprottið upp hérna hjá okkur og sumir hafa tekið upp á því að fljúga af veggjunum.

Hvolpar og Stjörnur skelltu sér á Náttúrufræðistofu Kópavogs á mánudaginn og fræddust um Hrafninn og Lóuna. Það var rosa gaman.

25. apríl er yngismeyjadagur og ætlum við að bjóða mömmum, ömmum, frænkum eða vinkonum að koma og borða með okkur morgunmat í leikskólanum frá kl 8:15 til 9:15 :)

Við viljum minna ykkur á pokavesenið sem er í fataherberginu, það eru einhverjir búnir að taka sig á í þessu en ekki allir. Þeir pokar sem ekki er hægt að brjóta saman og setja ofaní kassana þurfa að fara heim milli þess sem þeir eru notaðir. Það á ekki að brjóta þá saman undir kassana.

Annars viljum við bara óska ykkur gleðilegra páska og vonum að þið njótið þeirra.

Kv. Gulu lindar staffiðÞetta vefsvæði byggir á Eplica