Á Rauðu lind erum við að syngja þessi lög núna - apríl, maí og júní.

Mýrdalssandur með Bubba og Rúnari Júl

Lóan er komin 

Dúkkan hennar Dóru 

Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt, sótt.
Hún hringdi’ og sagði lækni’ að koma fljótt, fljótt, fljótt.
Læknirinn kom með sína tösku’ og sinn hatt,
hann bankaði’ á hurðina rattatatata.
Hann skoðaði dúkkuna og hristi sinn haus,
,,hún strax skal í rúmið og ekkert raus.”
Hann skrifaði’ á miða hvaða lyf hún skildi fá.
,,Ég kem aftur á morgun ef hún er enn veik þá.”

A og bé spott og spé

A og bé
spott og spé,
grísinn galar upp í tré.
Lítil mús
til okkar fús,
kom og byggði hús.

Lamb í baði
borðar súkkulaði.
Hundur jarmar,
galar grísinn hátt.

A og bé
spott og spé,
grísinn galar upp í tré.
Hróp og köll
um víðan völl
og þá er sagan öll.

Hlustið góðu vinir

Hlustið góðu vinir
ég skal segja ykkur sögu
sem er kennd við Emil
og strákapör hans mörg.
Í Beykiskógum Smálanda
bjó hann fyrir löngu
bærinn hans hét Kattholt
og sveitin Skógartjörn.

Já uppátækjum fjöldamörgum
upp á þar hann fann
og Emil það var nafnið hans
já Emil það hét hann.

Tralalallla…

Hlustið góðu vinir
nú skal sögu af því segja
sem að Emil gerði
einn fagran dag í maí.
Upp í topp á fánastöng
hann hífði systur sína
svo hún fengi útsýni
yfir sveit og bæ.

Já það sem hann lét ógert
var ekki kannski margt
og Ida varð að hanga þar
úr degi góðan part.


Nú skuluð þið heyra
hvernig hann í skál með súpu
höfði sínu dýfði
og oní fastur varð.
Og síðan varð að flytja hann
í flýti burt til læknis
því firna mikil eyru
á höfðinu hann bar.

Þið getið varla hugsað ykkur
ærsl hans yfirleitt
sem aldrei brjótið súpuskál
og skemmið ekki neitt.


Þó er varla gerlegt
að greina rétt frá öllum
glöpunum og hrekkjunum
sem hann upp á fann
í smiðjukróknum
hann var látinn hýrast marga daga
hugsið ykkur bara
svo óþekkur var hann.

Í Beykilöndum Smálanda
enginn slíkur var
sem Emil litli í Kattholti
og hvergi neins staðar!


Tralalla…

 


Manstu ekki eftir mér 

 Ég er á vestur leiðinni,  
á háheiðinni.  
Á hundrað og tíu,  
ég má ekki verða of seinn. O - Ó. 

Það verður fagnaður mikill vegna opnunar,
fluggrillsjoppunnar.
Svo ég fór, og pantaði borð fyrir einn. 

Manstu’ ekki eftir mér?  
Mikið líturðu vel út beibí frábært hár.  
Manstu’ ekki eftir mér?  
Hvar ertu búin að vera öll þessi ár. 

Ragnhildur Gísladóttir, Þórður Árnason (stuðmenn)

 


 


 
 
 
 

Í