Sími 441 6000

Fréttir

September - fréttir

Sælir foreldrar

Í dag fóru elstu börnin í bókasafnið meðan hinir tveir hóparnir byggðu úr einingakubbum í salnum.

Á morgun fellur niður ferðin í Lindaskóla hjá Íslandshóp þar sem við ætlum að vinna haustverkefni í Listaskála.

Allir eru í góðum gír í dag og skelltu sér út í rigninguna núna eftir hádegi.

Næstu tvær vikur verð ég í fríi en ef eitthvað er hafið þá samband við Soffíu eða Sóley.

Kveðja

Magga

Smá fréttir

Sælir foreldrar

Í gær fóru börnin í Hvolpasveit með Evu á bókasafnið meðan aðrir tóku á í salnum. Í morgun kom bangsinn Blær í heimsókn og tekið var fyrir nýtt spjald sem fjallaði um vináttu og hvernig við komum fram við aðra.

Elstu börnin, Íslandshópur, fóru síðan í Lindaskóla en Hvolpasveit og Kubbahópur voru með listræna tilburði í Listaskála.

Bestu kveðjur

Magga

 

 

September

Sælir foreldrar

Nú hefur miðhópurinn (f.14)  valið sér nafn og heitir Hvolpasveit (greinilega vinsælt nafn).  Hópastarfið fer vel af stað allir áhugasamir og virkir. Í síðustu viku lærðum við, í Lubbastund, hljóðið/stafinn A og vísuna um ömmu og afa en þessa viku er það M og vísa um músina mjúku. Kubbahópur (f.15) brá sér í bókasafnið og stóð sig mjög vel.

Bestu kveðjur

Magga

Júní

Sælir foreldrar

Ekki leikur nú veðrir við okkur þessa dagana en við reynum að gera okkur dagamun. Í morgun fóru tveir yngri hóparnir í sögustund á bókasafn Lindaskóla en elstu stúlkurnar fara með Fróða í heimsókn á Núp núna eftir hádegi. Næsta fimmtudag verður síðan partý og leikjadagur og við vonum auðvitað að sólin mæti í vinnu.

Kveðja

MaggaÞetta vefsvæði byggir á Eplica