Sími 441 6000

Fréttir

Október

Komið þið sæl

Hópastarfið hófst hjá okkur í vikunni og var mjög spennandi að fá að setjast í hópa og gera verkefni. Október er gulur mánuður og ætlum við að æfa okkur að segja hvað við heitum  og kynna okkur gula litinn og gera verkefni tengt því.

Október er einnig stærðfræðimánuður og ætlum við að hafa sérstakan stærðfræðidag í næstu viku þar sem við gerum allskonar skemmtileg verkefni tengd stærðfræði.

Svo langar mig að biðja ykkur um að skoða ofaní aukafatakassana og bæta við ef þarf, það er farið að vanta hjá nokkrum.

Einnig megi þið endilega kíkja reglulega á bleiu og blautþurrku körfurnar á baðinu.

Börnin ykkar eiga líka merkta skúffu inná deildinni sem oft leynast peysur og annað í og um að gera kíkja þangað stundum líka ef eitthvað er „týnt“

Að lokum vil ég minna á skipulagsdaginn í næstu viku, föstudaginn 12. október

f.h. bláu lindar

Harpa

September fréttir

Komið þið sæl

Allt gott að frétta af bláu lind

Nú er september senn að klárast og í næstu viku hefst hópastarfið. Börnunum verður skipt í þrjá hópa og eru þetta tvær stundir á viku sem þessir hópar hittast skipulega. Ég mun senda ykkur í næstu viku hvernig börnin skiptast niður í hópana. Útbúin verða svo spjöld sem skrifað verður á eftir hverja stund hvað við gerðum. Í kjölfarið á þessu vil ég minna þá foreldra sem eiga eftir að koma með möppu fyrir barnið sitt að endilega fara koma með hana þar sem verkefni sem gerð verða í hópastarfi eru sett í möppurnar.

Við eigum þessar fínu skúffur sem við geymum snuð barnanna í eins og þið hafið séð. Þessar skúffur taka þó takmarkað magn og er eiginlega hámarkið þrjú snuð. Hjá nokkrum vill safnast upp og skúffurnar yfirfullar. Við vorum að hugsa um hvort þið getið aðstoðað okkur við að halda þessu snyrtilegu. Tvö snuð eru alveg nóg fyrir okkur, eitt sem notað er og eitt til vara ef hitt týnist. Svo ef barn kemur með snuð að morgni að þið takið úr skúffunni í staðinn eða skiptið við barnið, einnig er líka hægt að reyna muna að taka alltaf heim á hverjum degi auka snuð. Auðvitað skiljum við ef þetta gleymist en værum þakklátar ef hægt væri að aðstoða okkur.

Að lokum ætla ég að skrifa hérna þau lög sem við erum helst að syngja svo þið getið áttað ykkur á hvað börnin eru að syngja heima

Dúkkan hennar Dóru

Litalagið (gulur, rauður…

Kalli litli kónguló

Upp upp á fjall

Upp á grænum grænum himinháum hól

Krókódíll í lyftunni minni

Afi minn og amma mín

5 litlir apar

f.h. bláu lindar

Harpa

Fréttir

Komið þið sæl

Af okkur er allt gott að frétta, vikan er búin að ganga vel, flott börn sem þið eigið.

Við förum út á hverjum degi og eru börnin alltaf spennt fyrir því. Milli þess leikum við okkur á deildarhlaðinu, inná deild eða í salnum.

Við erum farin að prófa af fara í sögu samverustundir og æfa okkur í að sitja kyrr og hlusta, gengur misvel en kemur allt með tímanum.

Ég setti nokkrar myndir inná heimasíðuna áðan.

Læt þetta duga í bili

f.h. bláu lind

Harpa

Haust fréttir

Komið þið sæl

Allt gott er að frétta af bláu lind, aðlögun gengur betur með hverjum deginum sem líður og grátur sem mögulega er til staðar þegar þið kveðjið er búin nánast áður en þið komist út úr húsinu J

 

Í þessari viku byrjuðum við í lubbasöngstund fyrir hádegismat. En þær fela í sér að við lærum eitt lubbalag á viku og förum við eftir bókinni. Á föstudögum í söngstund í sal eru svo lag vikunnar sungið. Börnin ná ekki endilega laginu á einni viku en þau eru þó búin að kynnast því og að lokum kemur það. Börnin kynnast svo Lubba nánar þegar líður á haustið.

Ég vil endilega minna þá foreldra sem eiga eftir að koma með möppur að koma með þær og hafa nóg af plöstum í þeim.

 

Einnig vil ég biðja ykkur að fylgjast með aukafötum og útifötum. Veðrið er margbreytilegt þessa dagana og börnin blotna stundum í gegn og útifötin geta orðið mjög skítug. Stundum er þörf að taka útifötin og þvo þau oftar en á föstudögum. Veit ekki hvort allir geri sér grein fyrir þurrkskápnum okkar en þar setjum við inn blaut föt sem þola skápinn svo góð regla er að ef eitthvað finnst ekki að byrja að leita þar. Við reynum svo að standa okkur í því að tæma hann reglulega J

Læt þetta duga í bili

Ef það er eitthvað þá endilega látið okkur vita

f.h. bláu lindar

HarpaÞetta vefsvæði byggir á Eplica